Laugardagur til lukku.

Sæll Jón. Þú verður að fá botn í þetta tölvubras. Vonandi hefurðu ekki keypt tölvukerfið af einhverju BaugshagastoðaBTgroup fyrirtæki? Ef svo er þá verður kannski ekki opnað hjá þér fyrr en 2099! Annars vona ég bara að þetta gangi vel. Held að almenningur sé forvitinn um Kost og þyrstur í aðeins meiri fjölbreytni á þessum markaði. Gangi þér vel.

mbl.is Opnun Kosts seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ef Jón Gerald kemst upp úr hjólfarinu sem hann er í gæti hann eflaust gert góða hluti. En að verðlag breytist við að hann komi inn á markaðinn er nú alls ekki líklegt.
Staðreyndin er nú  bara sú að mér reynist alltaf hagstæðast að versla í Bónus og ég verð því miður ekki var við að samkeppnisaðilarnir reyni að vera ódýrari.
Ég fatta ekki málflutninginn hjá fólki að Bónus ráði verðlaginu...... Af hverju lækka hinir sig þá ekki bara.... Samkaup... Krónan... o.s.frv

Stefán Stefánsson, 14.11.2009 kl. 11:38

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það kallast ráðandi markaðshlutdeild Stefán.  Bónus/Hagkaup/10 - 11 er með svo mikla markaðshlutdeild að þeir kúga birgjana til að selja sér á lægra verði, annars hóta þeir því að henda vörunum út úr verslunum sínum.  Þetta komast þeir upp með í krafti stærðarinnar.

Sigríður Jósefsdóttir, 14.11.2009 kl. 12:09

3 identicon

Frekar keyri ég úr miðbænum og borga meira í Kosti en að versla við Bónus hyskið. Bíð spennt.

linda (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 12:27

4 identicon

Sammála Lindu.

Jói á hjólinu (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 12:33

5 identicon

Ég verð að segja að ég sé sammála Stefáni. Er það þá ekki birgjunum að kenna að þeir láti kúgast? Mynduð þið semja við hryðjuverkamenn? Þeir verða þá bara enn ágengari daginn eftir.

Kv, Viktor bónusverslari

Viktor (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 12:44

6 identicon

Mér finnst nú bara ekkert skárri kostur að versla við Jón Geral en þá Bónusfeðga.  Eru kannski allir búnir að gleyma að Jón Gerald byrjaði að braska með þeim en fór svo í fýlu og klagaði þá þegar hann fékk ekki að vera memm lengur?  Í mínum huga er hann bara tækifærissinni og ég spái þessu verslunarbraski hans hér á landi ekki langlífi.

Hildur (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 15:07

7 identicon

Sammála þér Jón Pétur!

 Ég vona líka að lögunum verði breytt samkeppninni til framdráttar. Það er ekki hægt að láta einokun vera viðvarandi. Gott hjá Jóni Gerald að þora - meira en aðrir geta sagt. Ég mun versla við hann og fagna samkeppninni.

Eva Sól (IP-tala skráð) 14.11.2009 kl. 15:17

8 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ég þakka ykkur öllum fyrir athugasemdirnar. Það er auðvitað ekki sjálfgefið að Jón Gerald færi neytendum gull og græna skóga í verslun sinni. Hann hefur nú ekki mikið forskot á þá sem hann er að keppa við og eru sumir búnir að standa í verslunarrekstri í um 20 ár og leggja undir sig bróðurpart markaðarins. En framhaldið ræðst auðvitað af því hvort fólk vill breytingar eða verðlauna útrásarkreppuna með því að versla bara áfram á sama stað. Vissulega byrjaði Jón í viðskiptum með Bónusmönnum á árum áður. Svo kastaðist í kekki. En Jón fékk sinn dóm fyrir aðild sína að málinu á meðan hinir fengu íslenska matvörumarkaðinn að launum fyrir bramboltið. Ég held að Jón megi bara alveg fá sitt tækifæri hér líka á þessum markaði.

Jón Pétur Líndal, 14.11.2009 kl. 16:50

9 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Já lítil er þekking Stefáns á markaðslögmálum.

Vissulega hefur Bónus boðið lægsta vöruverð um langan tíma en það er ekki þar með sagt að það sé lægsta verð sem að við getum fengið.

Ath !!!!!! Það er BÓNUS sem er að upplýsa okkur um að þeir bjóði lægsta verðið. Það gera þeir í krafti einokunar sinnar. En það er ekki þar með sagt að það sé lægsta verðið sem hægt sé að bjóða okkur.

Eru Íslendingar virkilega enn svo heimskir að þeir haldi að Bónusfeðgar hafi einungis velferð neytandans að leiðarljósi.

NEI, það er bara mannlegt eðli að vilja græða. Svo mætti kannski benda blindum Íslendingum á að Bónus mundi ekki teljast lágvöruverslun á meginlandi Evrópu eða á Bretlandseyjum.

Egill Þorfinnsson, 14.11.2009 kl. 17:22

10 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Er Hildur búin að gleyma 300 milljarða gjaldþroti Baugsfeðga í Bretlandi á þessu ári.

Bónus hér á Íslandi er bar örlítill hluti af braski Bónusfeðga. Heldur fólk virkilega að Hagar móðurfyrirtæki Bónus komi til með að sleppa við þær hörmungar sem að útrásarvíkingarnir hafa leitt yfir okkur.

Hve mikil er heimska Íslendinga. Gjaldþrot Jóns Ásgeirs, þá er bara talað um Baug er 300 milljarðar, Björgólfs "aðeins" tæpir 100 milljarðar.

Bónusfeðga hlutur er æði stór í hruninu. Við fáum þá í hausinn FYRR en seinna.

Egill Þorfinnsson, 14.11.2009 kl. 18:16

11 identicon

Ég óska Jóni Geraldi til hamingju með þessa verslun. Ég skil ekki þessa linkind fólks í garð Bónus/ Baug/ Haga menn.  Margur almúginn heldur áfram að versla við helstu útrásarkónga Íslands og áfram er fólk að verja þessa menn.  Til hvers ?  Hvað hefur Jón Ásgeir og hans fólk gert fyrir mig og mína?  Jú skuldsett mig og mína afkomendur um ókomin ár og sett Ísland í gjaldþrotargíslingu!  Ef ég borga ekki minn reikning innan 5 vikna er komin hótun frá Intrum/ Bankanum á minni kennitölu, en þetta fólk skiptir bara um nafn, kennitölu, félag og skiptir kúlulánum á milli sín. Hvað ætlum við lengi að láta drulla yfir okkur!

Guðrún (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband