Hinn laaaaaannnnnnggggggi armur Davíðs vann á rothöggi.

Þetta er Davíð Oddsyni að kenna segir Jón Ásgeir og gefst upp. Bláa höndin hefur aldrei verið lengri og sterkari en eftir að hún kom sér fyrir í Hádegismóum skyldi maður ætla ef trúa skal þessum orðum Jóns Ásgeirs.

Eins og ummælin eru höfð eftir honum virðist Davíð hafa kýlt hann kaldan með vinstri krók bæði í New York og London og svo flengt hann með bláu höndinni sinni á beran bossann á meðan Jón lá í rotinu, þannig að nú svíður hann svo að hann treystir sér ekki til að fá sér sæti í dómhúsinu og verja sig. Gefst bara upp. Þarna hitti götustrákurinn ofjarl sinn að lokum, boxarann með bláu höndina. Sennilega hefur Davíð haft miklu meiri tíma til að æfa sig í boxi fyrir þessa lotu eftir að honum var ýtt út úr Seðlabankanum. En á sama tíma þreytti Jón sig bara á að drösla peningum út úr Glitni og sukka í partíum. Menn verða að halda sér í þjálfun, það má aldrei slaka á í svona keppni. Jón hefði betur lesið söguna um Davíð og Golíat. Nú hefur það sannast aftur að Davíð vinnur alltaf Golíat. Og alltaf með sömu aðferð. Í dæmisögunni þekktu var það með slöngvivað (teygjubyssu segja sumir). Núna slöngvaði Davíð bláu höndinni á kjamma Jóns Golíats Jóhannessonar og felldi þannig risann í íslenska viðskiptalífinu.

Eða svona má að mínu mati skilja þessa frétt sem fylgir hér með.
Til hamingju með sigurinn Davíð.


mbl.is Ætlar ekki að taka til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Jón Pétur. Ég les allt annað úr orðum JÁJ. Þegar hann segist hafa verið "tekinn á vinstri krók" þá á hann við nákvæmlega það - vinstri krók!

Væri JÁJ menntamaður hefði hann líklega vitnað í Shakespeare og sagt: Et tu, Brute!

Kolbrún Hilmars, 12.5.2010 kl. 20:10

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæl Kolbrún og takk fyrir athugasemdina. Já hann sagði vinstri krók það er alveg rétt, og nefndi Davíð líka. En ég er nú svo sem bara að búa til gamanmál úr þessu. Staðreyndin er auðvitað sú að það eru kröfuhafar bankans sem negldu hann en ekki yfirvöld eða Davíð. Það er slitastjórnin sem er að sækja peninga upp í tap kröfuhafa með þessum aðgerðum.

Jón Pétur Líndal, 12.5.2010 kl. 20:15

3 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Davíð stjórnar öllum slitastjórnum "það vita það allir"

Ólafur Ingi Hrólfsson, 13.5.2010 kl. 04:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband