Heiðarlegur bókhaldsfalsari hafður fyrir rangri sök.

Ég skil nú ekkert í Birni að kalla hinn heiðarlega bókhaldsfalsara Jón Ásgeir Jóhannesson fjárdráttarmann. Þetta eru auðvitað slæm afglöp og klaufaskapur hjá Birni sem hefði ekki þurft að skrökva neinu upp á Jón Ásgeir til að upplýsa um rétt innræti hans.

En samt finnst mér nú Björn fá harðan dóm fyrir þetta mismæli í bókinni. Get varla séð annað en að Hæstiréttur hljóti að milda dóminn verulega í ljósi þess að Björn hafði afsakað sig í bak og fyrir opinberlega og leiðrétt bókina. Það er nú ekki eins og Björn hafi verið mjög forhertur í glæpnum þegar ljóst var að hann notaði ekki alveg rétt orð um Jón Ásgeir.


mbl.is Tiltekin ummæli ómerkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ég verð nú að segja að mér finnst þetta furðulegur dómur.

Gefur hverjum sem er tilefni til að hlaupa fyrri dómstóla með hver þau mismæli sem öðrum kunna að verða á  með tilheyrandi koatnaði fyrir ríkið.

Landfari, 6.3.2012 kl. 13:11

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er sammála ykkur tveimur um dóminn sem of harðan of furðulegan.

Það má reyndar benda á það hér, að "miskinn" sem Jón Ásgeir taldi sér gerðan og hann mat sjálfur á eina milljón, mat rétturinn á einungis 1/5 þeirrar upphæðar.

Það er ennfremur rangt, þegar einhver heldur því fram hér á blogginu, að B.B. hafi nú verið dæmdur til að "greiða fjandvini sínum tæpa milljón."

Af 900.000 krónum skyldi B.B. nota 200.000 kr. "til að kosta birtingu dómsins" og "greiða málskostnað upp á hálfa milljón króna" skv. dómnum, og er í seinna tilvikinu um málskostnað JÁJ að ræða. Yfirleitt er ekki í dómum fallizt á fullan málskostnað málssækjenda, þannig að Jón Ásgeir verður eflaust að bera hluta hans líka. Kannski honum nægi það, sem þá verður eftir af 200.000 króna miskabótunum, til að kaupa sér einn kassa af diet-kók.

Óneitanlega var til nokkurs að vinna.

Kær kveðja.

Jón Valur Jensson, 6.3.2012 kl. 15:00

3 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Takk fyrir athugasemdirnar félagar. Það er eins og Jón Valur segir, að dómurinn er mun vægari en Jón Ásgeir hafði krafist, hvað varðar bótafjárhæð.

En mér finnst merkilegast hvað hann er þó harður miðað við að Björn hafði fallist á kröfur Jóns og beðist afsökunar á ummælunum og leiðrétt bókina. Ekki hefur nú komið fram hvort hann hafði látið prenta límmiða líka til að laga orðalagið í fyrstu útgáfu bókarinnar, en miðað við önnur viðbrögð hans í málinu tel ég víst að hann hafi verið tilbúinn til þess.

Að þessu sögðu og að teknu tilliti til brotaferils Björns hefði það verið eðlilegt að héraðsdómur hefði nú allavega skilorðsbundið dóminn þannig að Björn hefði sloppið við refsinguna gegn því að skrifa ekkert fleira ósatt um Jón Ásgeir í 2 ár eða svo.

Jón Pétur Líndal, 6.3.2012 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband