Matarverð erlendis kemur í veg fyrir að ég geti flutt úr landi.

Ég hef verið að leita hófanna með að koma mér fyrir í öðru landi. Er búinn að kynna mér verðlag á ýmsum nauðsynjum í nokkrum Evrópulöndum til að finna út hvort ég muni komast betur af þar eða hér.

Það sem mér finnst athyglisvert er að erlendis virðist flest vera ódýrara en á Íslandi nema matur og orka. Flugferðir, raftæki, ýmsar byggingavörur, áfengi og leigubílar er á betra verði þar sem ég kannaði málið erlendis. Almenn matvara, hvort sem er í verslunum eða á veitingastöðum er hins vegar mun ódýrari á Íslandi. Einnig húshitun og húsaleiga.

Það er undarleg tilviljun að matvara og húshitun og húsaleiga, sem allt eru innlendar afurðir á Íslandi skuli vera ódýrari en t.d. í Frakklandi og á Spáni á meðan það sem við flytjum inn eins og símar, tölvur, sjónvörp og byggingavörur er miklu dýrara hér. Það gefur ekki tilefni til að ætla að Íslendingar spari á að flytja inn landbúnaðarvörur.

Raunar er matarkostnaður í Frakklandi og á Spáni svo hár að ég treysti mér ekki til að halda þyngd í þessum löndum m.v. þær tekjur sem ég gæti mögulega aflað mér þar. Verð því að leggja á hilluna í bili áform um að flytja úr landi.

Þannig að ég styð bændur. Er alveg sammála þeim og tel það mikilvægara að halda í góða atvinnugrein í landinu en að ganga í alþjóðasamtök til að íslenskir stjórnmálamenn geti fengið montstöður í útlöndum.


mbl.is Ítreka andstöðu við ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband