Margendurtekinn klaufaskapur PWC.

Mig rekur óljóst minni til þess að fyrir allmörgum árum, rétt fyrir síðustu aldamót, var endurskoðandi hjá PWC dæmdur fyrir vanrækslu í starfi vegna máls sem var algerlega hliðstætt við þau mál endurskoðenda sem eru í umræðinni vegna bókhaldsblekkinga bankanna.

Málið var þannig í meginatriðum að endurskoðandinn endurskoðaði bókhald fyrirtækis og gerði ársreikninga þess. Upp komast að starfsmaður fyrirtækisins hafði dregið sér verulegt fé um nokkurt skeið og hagrætt bókhaldi fyrirtækisins án þess að athuganir endurskoðandans á bókhaldinu leiddu í ljós að upp kæmist um fjárdráttinn og bókhaldsblekkinguna. Þegar þetta svo loks komst upp höfðaði fyrirtækið mál vegna starfa endurskoðandans og krafðist bóta af honum vegna vanrækslu í starfi. Dómur féll fyrirtækinu í hag, endurskoðandinn var dæmdur bótaskyldur.

Þessi dómur hristi á sínum tíma verulega upp í stétt og störfum endurskoðenda. Þeir brugðust hart við, endurskoðuðu og bættu starfsreglur til að tryggja betur að lenda ekki í svona aðstöðu aftur og fóru að árita ársreikninga á nýjan hátt til að firra sig bótaábyrgð vegna svona tilvika.

Fáum árum eftir þennan dóm voru svo bankarnir einkavæddir. Nú er komið á daginn skv. nokkrum rannsóknaskýrslum að akkúrat það sama og olli svo miklum titringi í heimi endurskoðanda fyrir mörgum árum síðan var orðið að almennum vinnubrögðum í bönkum landsins, þrátt fyrir að sérstaklega hafi verið tekið á starfsreglum endurskoðenda til að koma í veg fyrir þessa hluti. Fjárdrátt og bókhaldsblekkingar. Hvernig gat PWC fallið aftur í þá sömu gryfju að taka ekki eftir umfangsmiklum bókhaldsblekkingum og misferli við meðferð fjármuna, og það í stærstu bönkum landsins?

Ég verð að viðurkenna að ég hef litla samúð með endurskoðunarfyrirtækinu PWC núna, úr því að þeir lærðu ekkert af fyrri dómi um sambærilegt mál. Ef eitthvert íslenskt endurskoðunarfyrirtæki átti af gefnu tilefni að passa sig á akkúrat þessum atriðum við vinnu sína, misferli með meðferð fjármuna og bókhaldsblekkingar, þá var það PWC.

Af tillitssemi við endurskoðandann sem hlut átti að máli í þessu gamla fordæmismáli, er ég ekkert að vísa í dóminn eða ræða nafn hans. Hann hefur löngu tekið út sínn dóm og þarf ekkert að ræða það frekar. En engu að síður er nauðsynlegt að rifja þetta mál upp núna þegar við furðum okkur á hvernig PWC lét plata sig og ábyrgð þess fyrirtækis á störfum sínum.


mbl.is Slæm áhrif á alþjóðlega ímynd PwC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Klaufaskapur?

Voru þessar ákvarðnir ekki teknar af ráðnum hug, kannski með hugsunarhættinum alkunna: þetta reddast!

Þetta endurskoðunarfyrirtæki hefur misst traust markaðarins á starfi sínu. Það virðist hafa verið haldið sömu siðferðisblindunni og útrásarvargarnir.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.12.2010 kl. 17:50

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Mosi. Ég viðurkenni að orðaval hjá mér var ekki vel heppnað í þessu bloggi. Auðvitað var þetta enginn klaufaskapur.

Jón Pétur Líndal, 10.12.2010 kl. 20:56

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæll Jón

Við skulum alltaf hafa hugfast að það sem við ritum getur varið til eilífðar.

Kveðjur

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.12.2010 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband