#6791 - Eignaupptaka hjá skuldurum.

Þó það sé ekki fullljóst hvaða leiðir er verið að skoða, það kemur líklega betur í ljós á morgun, þá virðast þær allar miða við fulla upptöku á eigin framlagi almennings í íbúðarhúsnæði sínu. Eigið fé þeirra sem hafa tekið lán fyrir um 50% af kaupverði eigna eða meira á síðustu árum fyrir hrun, hefur algjörlega horfið í verðbólgu, gengisbreytingum og verðfalli eigna. Það er ekki að sjá að nein tilraun sé gerð til að leiðrétta þetta eignarnám í þeim tillögum sem fyrir liggja. Þetta er hið nýja íslenska réttlæti norrænu velferðarstjórnarinnar.

Það er engin tilraun gerð til að koma með sanngjarnar lausnir eins og verðtryggingu launa eða afnám verðtryggingar lána til að samræma útreikninga á tekjum og skuldum og leiðrétta mismunandi verðmæti tveggja gjaldmiðla í landinu sem eru óverðtryggðar krónur og verðtryggðar.

Er þessi eignaupptaka hjá almenningi stjórnarskrárbrot?

Á að setja í stjórnarskrá ákvæði um heimildir til svona eignaupptöku. Á að fjalla í stjórnarskrá um fjölda innlendra gjaldmiðla í umferð?

Þeir sem hafa tillögur um þetta mega koma með þær á:
www.almannathing.is
www.austurvollur.is/lindal.


mbl.is Vaxtabótahækkun árangursríkust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú vilt kannski upplýsa okkur hvar peningarnir eiga að koma til að leiðrétta lánin um ... segjum 15,5%??

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2010 kl. 19:26

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Það er mjög einfalt, þeir eiga að koma til baka frá þeim sem þykjast eiga þá núna. Í því felst leiðréttingin.

Jón Pétur Líndal, 10.11.2010 kl. 19:52

3 identicon

Nei, Jón Pétur, þetta er einhver misskilningur hjá þér.

Peningarnir sem ríkisstjórn jafnrétti og bræðralags er að tala um að nota núna til að „leiðrétta lánin“ eiga að koma frá OKKUR HINUM, þ.e. fólkinu sem keypti ekki húsnæði á lánum í bólunni heldur sat hjá og leigði sitt húsnæði og skuldar engum neitt. Það erum VIÐ, SKATTGREIÐENDUR, sem eigum skv. þessu að borga með SKATTPENINGUNUM OKKAR þessa „leiðréttingu“.

Það býst ég við að þér finnist bara sjálfsagt, réttlátt og eðlilegt.

Kolbeinn (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 20:11

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón þetta ver nú lélegt svar hjá þér. Og vill þú ferð aðeins betur í þetta og skýrir út fyrir mér hvaða aðilar þetta eru.

Og útskýrir fyrir mér af hverju tíu hagfræðingar fengu út að þetta mun kosta okkur skattborgara 185 milljarða

http://eyjan.is/2010/11/10/serfraedihopur-skulda-skilar-af-ser-flot-laekkun-skulda-kostar-um-185-milljarda/

Tími lýðskrumara er á enda... vonandi.  Þeir eiga allavega ekki heima á stjórnlagaþingi.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2010 kl. 21:00

5 Smámynd: Ellert Júlíusson

Einfaldasta lausnin fyrir okkar síheimsku ríkisstjórn er að afnema með öllu 100% tryggingu innistæðna.

Það mundi strax spara okkur nokkur þúsund milljarða sem við erum að borga undir rassinn á kvótaerfingjum, verðbréfagömblurum og þess háttar fólki.

Síðan í stað þess að vera með umboðsmann skuldara má setja á fót umboðsmann sparifjáreiganda. Þar gæti amma sem búin er að nurla saman 20 milljónum komið og sótt um undanþágu og slíkt metið hverju sinni, jafnvel hægt að bjóða henni að leggja veg...sem er víst það sem að við erum að fara að borga núna.

Ef þið hafið áhyggjur af lífeyrissjóðunum þá hefði örugglega verið hægt að finna glufu í kerfinu til að tryggja þá....ef áhugi hefði verið fyrir hendi. En seinasta verk Geirs og hans mafíufélaga var að tryggja allar innistæður fyrir sína vini, áttum okkur á því að sennilega eiga um 10% af þjóðinni 90% af innistæðum......hvernig ætli þetta fólk hafi "unnið" fyrir þessum peningum.

Fyrir þetta pakk erum við að borga, fyrir þetta pakk er okkur að blæða, Icesave eru smápeningar við hliðina á því.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 10.11.2010 kl. 21:51

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir báðir. Af hverju er þetta misskilningur hjá mér og lélegt svar. Mér finnst þetta bæði einfalt og skýrt.

En til frekari útskýringar þá bendi ég á að ég hef margoft bloggað um þetta síðan ég byrjaði að blogga fyrir rúmu ári síðan. Þar má leita frekari skýringa á afstöðu minni.

Ég er ekki að tala um það eins og velferðarstjórnin ykkar að láta skattgreiðendur borga þetta. En minni samt á að skuldlausir skattgreiðendur sleppa svo sem ágætlega frá þessu ráni samanborið við þá skuldugu sem tapa öllu sínu og þurfa þar að auki að bera skattahækkanir rétt eins og aðrir.

Ég get ekkert útskýrt hvað 10 hagfræðingar hafa fengið út eða hvernig. Voru ekki nokkrir þeirra að vinna í fjármálakerfinu fyrir hrun, ég veit ekki betur? Það útskýrir kannski útkomuna að einhverju leyti.

Aðal lýðskrumið í þessari umræðu er að það er verið að lækka skuldir um milljarða og tugi milljarða hjá örfáum aðilum á sama tíma og því er fundið allt til foráttu að almenningur geti varið eignir sínar. Er það ekki lýðskrum að halda því fram að ákveðnir hópar skuldara verði að þola 50-100% hækkun skulda sinna á örstuttum tíma en örfáir skuldarar geti fengið miklu hærri upphæðir afskrifaðar á sama tíma.

Hvað er með kröfurnar sem bankarnir fengu á hálfvirði? Er það ekki lýðskrum að halda því fram að skuldarar verði að greiða þær að fullu? Af hverju máttu skuldarar þá ekki reyna að kaupa þessar kröfur sjálfir á hálfvirði úr því það þurfti ekki að greiða meira fyrir þær þegar þær voru seldar bönkunum?

Og af hverju er alltaf verið að spyrja um hvar eigi að taka peningana. Það þarf litla peninga að taka. Þetta er að mestu ógreitt ennþá og viðtakendur þessara greiðslna verða að sætta sig við það að fá þær ekki.

Er það ekki lýðskrum að segja fólki að lán verði að vera annaðhvort verðtryggð eða gengistryggð en annað verðlag, eins og t.d. laun þurfi ekki að verðtryggja. Er það eðlilegt að svo sé. Með þessu er bara verið að taka upp tvo gjaldmiðla í landinu, annan til að greiða launin, hinn til að greiða skuldirnar. Það gengur ekki upp.

Ég er sammála því að tími lýðskrumara sé vonandi á enda. En óttast samt að svo sé ekki því margir taka heilaþvotti og lýðskrumi vel og fást auðveldlega til að trúa hverju sem er eins og því að allt í lagi sé að afskrifa, svo lengi sem það er ekki gert hjá almenningi.

Hverjir svo sem veljast inn á stjórnlagaþing þá vona ég að þeir verði ekki svo vitlausir.

Jón Pétur Líndal, 10.11.2010 kl. 21:52

7 identicon

Kolbeinn og Þruman eru ekki að skilja þetta.

Ef maður sem var búinn að spara og nurla í mörg ár var búinn að spara fyrir útborgun í sæmilegri blokkaríbúð, segjum að hann hafi átt 10 milljónir, og keypt íbúðina t.d. á miðju ári 2005, hefur hann nú TAPAÐ 10 milljónum sínum vegna þess að þessi verðtrygging (sem mælir bókstaflega allt, líka áfengi og tóbak) hefur hækkað lánið um 53%, já segi og skrifa um 53 %.  Það sem þessi maður hefur síðan borgað í afborganir er náttúrlega ekkert annað en leiga því ekkert eignast maður með að borga af lánum sem hækka í hverjum mánuði stundum um heil mánaðarlaun milli mánaða.  Hvernig á fólk að eignast eitthvað? Ég tel Kolbeinn að sá, sem hefur leigt allan tímann og sloppið við að spariféð sem sett var í íbúðakaup sé horfið, já ég tel að leigjandinn sé heppnari, því ef hann átti sparifé í banka þá á hann það ennþá með vöxtum og alles.  

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 22:04

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við þetta má bæta að sparifjáreigendurnir sem hafa leigt alla sína tíð, töpuðu innistæðum sínum í hruninu, ekkert síður en íbúðareigandinn tapaði sínum hlut í fasteigninni. Bankarnir fóru á hausinn.

Hinsvegar fengu þeir tap sitt bætt úr ríkissjóði. Þessir sömu sparifjáreigendur (allavega sumir) standa núna gegn því að aðrir fái sömu kjör frá sömu skattgreiðendunum og þeir sjálfir fengu.

Theódór Norðkvist, 10.11.2010 kl. 22:17

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón ég held að þú ert að misskilja hvað lýðskrum þýðir

http://is.wikipedia.org/wiki/L%C3%BD%C3%B0skrum

En ég sé alveg hvert þú ert að fara. Maður verður pirraðu að lesa um stórfelldar niðurfellingar skulda hjá auðmönnum.

En þessar skuldir eru í bönkunum í eigu erlenda kröfuhafa... allt í lagi að þeir tapi. Enda bankarnir að græða milljarða í árshlutauppgjörum.

En megnið af íbúarlánum eru í íbúðarlánasjóð. Engir erlendir kröfuhafar þar. Bara ótakmörkuð ábyrgð skattgreiðanda.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2010 kl. 23:06

10 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir allir og takk fyrir athugasemdirnar.

Ég er ekkert að misskilja lýðskrum og veit líka að megnið af íbúðarlánunum er í íbúðarlánasjóði. En það er samt ekki almennum skuldurum að kenna að gengið styrktist í mörg ár áður en það kolféll, er það? En þeir eiga að borga þetta gengisbrask í topp? Hvernig væri að láta bankakerfið axla fulla ábyrgð, líka gagnvart íbúðalánasjóði eftir því sem við á. Ég veit að fjármálakerfið vill ekki taka ábyrgð á eigin gjörðum, þess vegna er sífellt vælt um að ríkið og skattgreiðendur borgi. Af hverju er ekki nóg að menn borgi það sem þeir taka að láni, af hverju eiga lántakendur einir að bera gengisáhættu í þessum húsnæðislánum en ekki líka fjárfestar? Af hverju þurfa lífeyrissjóðirnir að heimta tuga prósenta verðbætur á stuttum tíma á sín viðskipti við íbúðalánasjóð? Tóku lífeyrissjóðirnir erlend lán til að lána íbúðalánasjóði? Ég held varla. Ætli það sé ekki verið að reyna að nota verðbæturnar til að bæta upp tapið af einhverjum öðrum viðskiptum þeirra á undanförnum árum. Af hverju eiga þeir sem tóku íbúðalán hjá Íbúðalánasjóði að bæta fyrir mistök lífeyrissjóðanna umfram aðra landsmenn?

Það er margt sem við getum kallað lýðskrum í þessari umræðu ef við viljum. Ég vona að á stjórnlagaþingi verði umræðan ekki eins yfirborðskennd og hjá ríkisstjórninni og hagfræðingunum. Vona að menn komist í gegn um lýðskrumið og að kjarna málanna.

Jón Pétur Líndal, 10.11.2010 kl. 23:54

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er seðlabankanum og stjónmálamönnum að kenna að gengið stryktist svona mikið.

Menn eiga að borga það sem þeir tóku að láni. MEÐ VÖXTUM...og verðbætum líka. En ég styð það að það verði komið til móts við almenning án þess að það hefur of íþyngjandi áhrif á ríkiskassann.

En ég heyri á þér að þú styður það að vera í ESB og nota Evruna því með hana hefði ekkert af þessu þurft að ske. 

Menn hefðu bara tekið sín íbúðarlán á sínum 3% vöxtum og borga það upp einsog venjulegt fólk ÁN GENGESFALLI EÐA VERÐBÓTUM.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2010 kl. 00:03

12 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll aftur. Ég er nú alls ekki sammála þér um þetta. Seðlabankinn og stjórnmálamenn áttu auðvitað stóran þátt í vitleysunni, en vöxtur bankanna eftir einkavæðingu var aðalhvatinn að gengisstyrkingunni.

Menn eiga að borga það sem þeir tóku að láni með 3% vöxtum og verðbótum líka, segir þú. Það er alveg ok mín vegna, en þá verður bara allur gjaldmiðill landsins að vera verðtryggður, ekki bara skuldakrónurnar heldur líka launakrónurnar. Í mínum huga er nokk sama hvort við erum með verðtryggingu eða ekki, bara að hún nái yfir allt eða ekkert, allt annað er bara aðferð til eignatilfærslu sem að mínu mati stenst ekki einu sinni núverandi stjórnarskrá, hvað þá nýja stjórnarskrá sem ég vil taka þátt í að gera.

Og ESB hefði ekkert hjálpað í þessu eða Evran, það er reginmisskilningur. Með stöðugan gjaldmiðil og galopinn vinnumarkað fáum við bara þetta sama atvinnuleysi og annars staðar í ESB, 15-20% í flestum landanna. Atvinnulaust fólk missir líka sínar eignir og ég sé ekki að það hjálpi Íslendingum eitthvað að tapa eigum sínum út af atvinnuleysi í staðinn fyrir að tapa þeim út af þessu tveggja gjaldmiðla kerfi okkar.

Jón Pétur Líndal, 11.11.2010 kl. 00:58

13 identicon

Kolbeinn, þið "hin" sem leigðuð bara og voru sátt á þenslutímunum voru/eru væntanlega ekki barnafólk.

Leigumarkaðurinn á Íslandi var skelfilegur og verandi með börn þá er nánast vonlaust að nota það úrræði.

Einnig taldi maður sig nokkuð öruggan um að yfir 50% eignarhlutur í húsnæði gæfi manni töluvert fjárhagslegt öryggi.

Að lokum, þið sem leigðuð, hvað olli því að þið leigðuð með þeirri óvissu sem því fylgir ??

Eina fólkið sem ég þekkti sem leigði á árunum 1997-2007 (miða við 1997 er ég keypti mína fyrstu íbúð með 70% útborgun) var fólk sem var vægt til orða tekið "illa séð" af fjármálafyrirtækjum, hver sem ástæðan var.

Kannski að stór hluti hinna "rólegu" leigjenda þenslutímans sé fólk sem enga fyrirgreiðslu fékk frá bankanum á sínum tíma vegna eigin óráðsíu, sé einmitt fólkið sem ekkert sér að tvöföldun lána íbúðareigenda...

Loksins er komið tækifæri til að upphefja sig og tími til að tæma úr gremjuskálinni (auðvitað hef ég líklega rangt fyrir mér í þessu máli)

runar (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 09:45

14 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þú segir að það er 15-20% atvinnuleysi í flestum löndum ESB. En það eru aðeins 4 lönd sem eru með 15% atvinnuleysi eða meira í ESB. 4 lönd af 27.

http://en.wikipedia.org/wiki/Economy_of_the_European_Union#Unemployment

Atvinnuleysi mun ekki aukast við inngöngu.... 

Ef þú mundir kunna eitthvað í hagsögu Íslands þá mundir þú uppgötva að hafa verðtryggð laun gengur ekki. Ef verðbólgan hækkar og launin hækka líka þá myndast óðarverðbólga. Verð og laun hækka til skiptis. KAUPMÁTTURINN MINNKAR EÐA STENDUR Í STAÐ. Það er kaupmátturinn sem skiptir máli. Ekki launin ein og sér.

Það gæti verið að ... jú bankarnir áttu eitthvern þátt í styrkingu krónunar. En Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti frá 2004-2008. Vorum með hæstu vexti í heimi. Hann hækkaði vextina útaf þennslunni á Íslandi m.a útaf kárahnjúka. Erlednir fjárfestar stunduðu Carry trade. Þ.e tóku lán í Japönskum Jenum eða Svissneskum fönkum (þar sem vextir voru lágir) og fjárfestu í Íslenskum krónum (þar sem vextir voru háir) og gjaldeyrinn streymndi inn!!!!!!   og þar af leiðandi hækkaði gengið.   

Ég skrifa þetta þá á Seðlabankann (fyrir að hækka vexti) og stjórnmálamenn (fyrir að fara í stærstu framkvæmndir íslandsögunar í miðri bullandi þennslu)

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2010 kl. 09:48

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Svo erum við nú þegar með "galopinn vinnumarkað" í gegnum EES. Breytst ekkert við ESB.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2010 kl. 09:50

16 identicon

Svör:

Til Margrétar: "Ég tel Kolbeinn að sá, sem hefur leigt allan tímann og sloppið við að spariféð sem sett var í íbúðakaup sé horfið, já ég tel að leigjandinn sé heppnari, því ef hann átti sparifé í banka þá á hann það ennþá með vöxtum og alles. Ég tel Kolbeinn að sá, sem hefur leigt allan tímann og sloppið við að spariféð sem sett var í íbúðakaup sé horfið, já ég tel að leigjandinn sé heppnari, því ef hann átti sparifé í banka þá á hann það ennþá með vöxtum og alles."

Ég er ekkert "heppnari" þó að ég hafi ákveðið að steypa mér ekki í verðtryggðar milljónaskuldir í óðaverðbólgulandinu Íslandi. Ég er bara ekki jafn "áhættusækinn", eins og það heitir víst á fínu máli, og ég væri ef ég hefði stokkið þannig út í óvissuna.

Til Theodórs: "Við þetta má bæta að sparifjáreigendurnir sem hafa leigt alla sína tíð, töpuðu innistæðum sínum í hruninu, ekkert síður en íbúðareigandinn tapaði sínum hlut í fasteigninni. Bankarnir fóru á hausinn.

Hinsvegar fengu þeir tap sitt bætt úr ríkissjóði. Þessir sömu sparifjáreigendur (allavega sumir) standa núna gegn því að aðrir fái sömu kjör frá sömu skattgreiðendunum og þeir sjálfir fengu."

Þú getur ekkert klínt þessari sturluðu hugmynd að skattgreiðendur eigi að niðurgreiða húsnæðislán þeirra sem sitja í "eigin" húsnæði með því að halda því fram að við hljótum að hafa fengið einhverja dúsu. Ég skal bara segja þér það vinur hrint út, að staðan á mínum tékkareikningi núna, eftir að hafa borgað reikninga mína um þessi mánaðarmót, er kr. 423.011. Smjattaðu nú svolítið á því hve mikla dúsu ég hef þar fengið úr hlýjum ranni stóru ríkismömmunnar. ÞÚ VILT BARA AÐ VIÐ BORGUM SKULDIRNAR YKKAR, VERTU BARA HREINSKILINN OG VIÐURKENNDU ÞAÐ BARA!

Til runars: "Kolbeinn, þið "hin" sem leigðuð bara og voru sátt á þenslutímunum voru/eru væntanlega ekki barnafólk.

Leigumarkaðurinn á Íslandi var skelfilegur og verandi með börn þá er nánast vonlaust að nota það úrræði.

Einnig taldi maður sig nokkuð öruggan um að yfir 50% eignarhlutur í húsnæði gæfi manni töluvert fjárhagslegt öryggi.

Að lokum, þið sem leigðuð, hvað olli því að þið leigðuð með þeirri óvissu sem því fylgir ??

Eina fólkið sem ég þekkti sem leigði á árunum 1997-2007 (miða við 1997 er ég keypti mína fyrstu íbúð með 70% útborgun) var fólk sem var vægt til orða tekið "illa séð" af fjármálafyrirtækjum, hver sem ástæðan var.

Kannski að stór hluti hinna "rólegu" leigjenda þenslutímans sé fólk sem enga fyrirgreiðslu fékk frá bankanum á sínum tíma vegna eigin óráðsíu, sé einmitt fólkið sem ekkert sér að tvöföldun lána íbúðareigenda..."

Ég frábið mér svona yfirlætisfullar yfirlýsingar um mig, barnið mitt og aðstæður okkar. Klíptu aðeins af hrokanum þínum og talaðu við mig eins og manneskja. Bara þó að þú þekkir engan svo ómerkilegan að hann leigi þó hann sé ekki "illa séður" af fjármálafyrirtækjum þýðir ekki að við séum ekki til. Það vill bara svo til að ég VIL EKKI STEYPA MÉR Í MILLJÓNA SKULDIR. Ég þekki til fólks sem gerði einmitt það fyrir hartnær þrjátíu árum og fór alveg eins út úr því óábyrga fjárhættuspili og aðrir sem hafa veðjað á annað hvort erlenda gjaldmiðla eða að lánskjaravísitalan á verðbólgueyjunni Íslandi færi aldrei af stað aftur. Og þú þykist geta predíkað yfir mér?!?! Svei því!

Kolbeinn (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 10:28

17 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll, þrumsleggja. Það er rétt hjá þér að ég tók full djúpt í árinni um atvinnleysið í ESB, það eru víst ekki nema rúmlega 50 milljónir manna á atvinnuleysisskrá þar sem gerir um 10% fyrir svæðið í heild. Takk fyrir leiðréttinguna á því.

Hins vegar höfum við enn ekki náð atvinnuleysi af þessari stærðargráðu skv. opinberum tölum, en allar líkur á að það gerist við inngöngu í ESB. Ég veit að við erum með galopinn vinnumarkað, en þegar við bætast ókostirnir við stöðugt gengi þá er aukið atvinnuleysi óhjákvæmilegt.

En ef þú hefðir kynnt þér hagsögu heimsins þá vissirðu að verðtrygging skulda gengur ekki, ekki frekar en launa. Ef verðtrygging væri skynsamleg þá segði hagsaga heimsins okkur að hún væri notuð víðar en á Íslandi.

Jón Pétur Líndal, 11.11.2010 kl. 10:31

18 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Kolbeinn, takk fyrir langan pistil. Ég vil ekki gera mikið úr því hvort menn eru leigjendur eða íbúðarkaupendur, báðir hópar eru að tapa, hvorugt kerfið er að ganga upp. Þeir einu sem eru á lygnum sjó eru verðtryggðir fjármagnseigendur með ríkisábyrgðir og innistæður í boði ríkisins í höndunum. Þeir soga um þessar mundir til sín fé frá öllum öðrum, verðtryggingarkerfið sem við búum við mismunar fólki þeim í hag. Þar er stóri vandinn núna. En það tapa allir að lokum á að halda þessari vitleysu áfram. Verði fólki ekki líft í landinu vegna þrælaánauðar hrynur þetta þjóðfélag alveg og aðrir sterkari setjast hér að sem núverandi fjármagnseigendur ráða ekkert við.

Jón Pétur Líndal, 11.11.2010 kl. 10:38

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við þurfum verðtrygginguna útaf krónunni. Ef hagsaga heimsins á að kenna okkur eitthvað þá gegnur ekki að halda úti svona litlum gjaldmiðli.   Þess vegna er Ísland eina landið í heiminum með verðtryggingu (ásamt Ísrael).

Það er rétt hjá þér að það eru vissir ókostir við stöðugt gengi. En það er almennt betra að vera með stöðugt gengi heldur en óstögðugt gengi. Við hljótum að vera sammála með það.

Svo er evra og mikið atvinnuleysi ekkert lögmál. Líttu bara á Evru landið Holland með 4,1% atvinnuleysi.

Sleggjan og Hvellurinn, 11.11.2010 kl. 10:47

20 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll enn og aftur. Það er erfitt að halda úti litlum gjaldmiðli, ég er sammála því. En ennþá erfiðara að halda úti 2 litlum gjaldmiðlum, verðtryggðum krónum annars vegar og óverðtryggðum hins vegar. Það er gott að vera með stöðugt gengi þegar almenn velmegun ríkir og atvinna er næg. En eins og nú sést í heiminum þá geta meira að segja stórir gjaldmiðlar orðið óstöðugir þegar hriktir í öðrum hlutum. Eða jafnvel að menn vilja fella gengi stórra gjaldmiðla til að draga úr atvinnuleysi og efla efnahagslífið eins og bollaleggingar eru uppi um t.d. í Bandaríkjunum og ESB þegar rætt er um gengisfellingarkapphlaup mynta þessara svæða til að rétta hag þeirra í baráttuni við Kína sem er með allt annað hagstjórnarmódel.

Jón Pétur Líndal, 11.11.2010 kl. 11:04

21 identicon

Afsakaðu, Kolbeinn, ef ég hef móðgað þig, það var aldrei ætlunin.

Það fer bara svo illa í mig þegar hinir "almennu" og "rólegu" íbúar Íslands á þenslutímanum sjá ekkert að því að fasteignalán landans hafa hækkað um 50-150% á örfáum árum.

Það eru mjög fáir sem þola svona stórkostlega hækkun afborgana án þess að missa allt niður um sig fjárhagslega..gætir þú það ?

Ég talaði bara af reynslu, um það fólk sem ÉG þekkti sem ekki voru íbúðaeigendur á þessum árum, fólk milli 25 og 30 ára með börn.

Þú hlýtur að hafa upplifað erfiðleika leigumarkaðarins á eigin skinni, í það minnsta gerði ég það.

Ég er EKKI að tala niður til þín, ég er einungis harkalega ósammála viðhorfum þínum til hins VENJULEGA fasteignareigenda á Íslandi árið 2010 !

Bestu kveðjur til þín Kolbeinn og það er reyndar rétt hjá þér að ég missi mig einstaka sinnum í hroka, jafnvel þótt ég fyrirlíti hrokafullt fólk !

Ég reyni þó að gera mitt besta...

runar (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband