Verið að kaupa upp órólegu deildina í VG?

Það hefði nú verið nær að stokka þannig upp í þessari ríkisstjórn að hún hætti öll. Það væri líka í takti við t.d. Avant sem sagði upp öllu sínu starfsfólki og Jóhannes í Bónus sem er ekki lengur í Bónus. Og þannig mætti lengi áfram telja.

En líklega er ráðabrugg ríkisstjórnarforystunnar frekar það að koma einhverjum úr órólegu deild VG á ráðherrastóla svo sú órólega deild verði ekki lengur óróleg. Þannig segir mér svo hugur að flokkadraslið sem nú ræður ríkjum ætli að styrkja stöðu sína svo þjóðfélagið geti haldið áfram veginn til glötunar út kjörtímabilið, án þess að nokkur hætta verði á að stakir skynsemistaktar örfárra stjórnarþingmanna verði til að stytta líf ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Gylfi og Ragna hætta í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Gamla gráhærða flugfreyjan að sýna það svart á hvítu afhverju hún tók aldrei meira en verslunarpróf.  Metnaðarleysið og úrræðaleysið algjört í öllum málum.

Hvað skoffín tekur við af Rögnu?  Það verður fróðlegt að sjá, en það er ljóst að sá aðili mun ekki ná því að vera hálfdrættingur á við Rögnu verði hann valinn úr hinum auma hópi þingmanna stjórnarflokkana.

Guðmundur Pétursson, 31.8.2010 kl. 20:30

2 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Guðmundur og takk fyrir athugasemdina. Ég heyrði í fréttunum áðan að Ögmundur var nefndur í staðinn fyrir Rögnu. Ef það er niðurstaðan er allavega ljóst að ég gat mér rétt til um að róa eigi órólegu deildina í VG með ráðherrastól.

Jón Pétur Líndal, 31.8.2010 kl. 20:33

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Skárra ef það er Ögmundur, en einhver af hinum grislingunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2010 kl. 20:58

4 identicon

Atli mun það vera Gíslason sem tekur við af Rögnu.

Hann seldi sálu sína fyrir þetta sæti með því að gera það mesta mótlæti sem V-G þingmenn geta sýnt (í atkvæðagreiðslunni um ESB umræður) sem er jú að sitja hjá.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 31.8.2010 kl. 21:16

5 identicon

Hvað vill Ögmundur aftur upp á dekk?

Ullarinn (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband