Lókgískt hjá Eygló.

Ég er ekkert hissa á þessum vangaveltum Eyglóar út af orðanotkun aðstoðarmanns Iðnaðarráðherra. Sé alveg í anda þegar ráðherrann og aðstoðarmaðurinn hittast á morgunfundi í ráðuneytinu til að plana daginn og aðstoðarmaðurinn segir: Góðan daginn Katrín, þú ert bara tussufín í dag!. Katrín fer hjá sér af þessu hóli og roðnar dálítið um leið og hún segir takk, takk, hvað þurfum við nú að ræða í dag? Verðum við ekki að finna einhverja tussufína lausn á þessu Magma klúðri?

Og svona heldur umræðan áfram. Ég er ekki hissa þó Eygló telji þörf á að þvo einhverjum um tunguna og kenna ráðuneytismönnum þá lexíu að starf þeirra snýst um allt annað en klámfengna nýyrðasmíð í tölvupóstum.

Þetta er þess vegna alveg göndulgott framtak hjá henni Eygló að auglýsa eftir afstöðu kynsystra sinna til þessara starfshátta og orðavals.


mbl.is Pósturinn sem innihélt ORÐIÐ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er mikilvægt mál að takast á við sem þjóðkjörinn þimgmaður :)

Finnur Bárðarson, 28.7.2010 kl. 23:28

2 identicon

Er Eygló ekki bara að benda á tvískinnunginn. Ef aðstoðarmaður sjálfstæðisráðherra hefði orðið uppvís að svona orðanotkun í tölvupósti, hefði sennilega komið ályktun frá Feministafélaginu stuttu síðar.

Finnur: mega þingmenn orðið ekki tjá sig um neitt nema mikilvægustu málin? Er Eygló að gera eitthvað sérstakt mál úr þessu? Er þetta ekki bara vangavelta á bloggsíðunni hennar?

Stjáni (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 00:33

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Eygló hefur staðið sig feikivel,sem þingmaður.Hefði hennar ofl. ekki notið við,værum við með Icesave-klafann á okkur,,,, sem allir vita að er ólögvarinn.  

Helga Kristjánsdóttir, 29.7.2010 kl. 01:57

4 identicon

Gott hjá Eygló að snýta vinstraliðinu og femínistum með þessu! 

Finnur, þvílíkur pólitískur rétttrúnaður er þetta hjá þér.

Ég er viss um að ef t.d. aðstoðarmaður ráðherrra Sjálfstæðisflokks eða Framsóknar hefði hagað sér svona eins og Elías Jón, þá hefði allt orði vitlaust á vinstravængnum.

Þar að auki hefðu Femínstar ærst af hneykslun og heilögum rétttrúnaði.

En núna, nei, Elías er jú í "réttum" flokki og því má hann haga sér svona svk. vinstraliðinu og Femínistum.

En þetta sýnir bara tvískynninginn og hræsnina í vinstraliðinu, svo í framtíðinni verður ekkert mark á þessu liði takandi.  Þetta lið er að setja þjóðina á vonarvöld með afglöpum sínum og eru að gera bankahrunið illt verra.

Burt með þetta vinstrapakk!  Ég hef skömm á því.

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 08:31

5 identicon

Þetta er eitthvað svipað útreiðartúr Jóhönnu...

Steingrímur rakst á Jóhönnum í reiðtúr.

Hann stöðvar hana með orðunum:

"þetta er laglegur klár sem þú ríður".

"Þetta er hryssa" segir Jóhanna.

"Nei" segir Steingrímur. "Ég sé tólin og allt"...

"Hver sagði þér að þetta væri hryssa"?

"Davíð" sagði Jóhanna.

"Ha"! segir Steingrímur. "Hvað sagðann"?

 "Hann sagði það hátt og skýrt" sagði Jóhanna.

Hann sagði... "ég hef aldrei áður séð svona ljóta tussu á hesti"!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 09:14

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Haha. Óskar ef þessi saga væri sönn, þá hefði Jóhanna að sjálfsögðu sannfærst um að hesturinn hlyti að vera karlkyns, fyrst Dabbi vondi sagði hið gagnstæða.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2010 kl. 10:25

7 Smámynd: Halla Rut

Er ekki einum of mikið gert úr ORÐINU?

Í Amerískum myndum má ekki segja neitt einasta orð yfir kynfæri á konum en nánast öll orð  er lýsa á tólinu á karlinum. 

Sonur minn kom heim úr leikskólanum um daginn og sagði mér að stelpur væru með "pjöllu" en strákar "tippi". Þetta fékk mig til að hugsa um hvað ætti ég að segja við dóttur mína (ef ég ætti nú stelpu) að kynfærin á henni væru kölluð. Allt er dónalegt,,,píka - tussa....

Finnst þetta nú bara ekki mikið mál enda var þessi póstur ekki meintur fyrir allra augu.

PS: Þetta er tussufínn brandari hér að ofan. 

Halla Rut , 29.7.2010 kl. 11:14

8 identicon

Sammála Höllu, þetta er stormur í vatnsglasi.  Hættum þessum tepruskap.  Tussufínt er tussufínt orð.

Jóhannes (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband