Þingsetarnir vilja feta í fótspor Helga Hóseassonar.

Ég er alveg sammála kirkjunni í þessu máli. Hjónaband hefur alla tíð verið skilgreint skv. kristnum viðhorfum og bakgrunni sem eitthvað sem á bara við um samband karls og konu. Það verður bara að virða það að svona er þetta og samkynhneigðir verða að sætta sig við eitthvað annað heiti á sinni sambúð. Ef hægt er að tala um hjónaband á milli samkynheigðra einstaklinga er alveg eins hægt að hætta að kalla þá samkynhneigða og rétt að kalla þá bara gagnkynhneigða eins og aðra sem ganga í hjónaband.

Það er af sem áður var þegar Helgi Hóseasson háði baráttu sína út af trúmálum og skírn sinni og vildi fá staðfestingu á afskírn sinni í bækur Hagstofunnar. Þá var það ekki hægt því málið var kirkjulegs eðlis og utan valdsviðs hinna veraldlegu yfirvalda. Nú vilja veraldlegu yfirvöldin fara að ráða trúarbrögðunum og segja kirkjunni fyrir um hvað er rétt og rangt í þeim efnum með því að skilgreina hjónabandið á sinn hátt og gefa skít í trúna.

Íslenskir þingsetar virðast því margir vera að feta í fótspor Helga heitins Hóseassonar og vilja taka hann sér til fyrirmyndar í því efni að fara sínu fram gagnvart ríkistrúnni. Það er af sem áður var.


mbl.is Skiptar skoðanir um ein hjúskaparlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Seinast þegar ég athugaði hafði enginn einkarétt á hjónabandinu, þar á meðal kristin trú.

Geiri (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 03:49

2 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll,hjónaband er milli karls og konu, en ef menn vilja geta þeir búið til eitthvað fyrir sitt hæfi, en hjónaböd verða alltaf karl og kona.þegar ég var á togurunum hér í denn sagði ég strákunum að ég færi til geira í Eskihlíð og tæki eina giltu og færi með hana niður í dómkirkju og giftist henni, ef hommarnir fengju að ganga í hjónabönd,

Við meigum aldrei tapa ákveðnum gildum,slaka á eins og við gerðum í þjóðmálum sem

jókst hratt eftir Viðeyjarstjórnina og síðan hélt fylliríið áfram þar til Gordon setti á okkur hriðjuverkalögin, nú erum við komin út í horn sem betur fer segi ég, þá koma ný tækifæri.

Bernharð Hjaltalín, 20.5.2010 kl. 06:27

3 identicon

Vá hvað þú ert klár. Í fyrsta skipti sem ég sé einhvern tengja saman samkynhneigð og hrunið. Bravó.

Geturðu útskýrt fyrir mér af hverju hjónaband er bara fyrir karl og konu? "Af því bara, Það hefur alltaf verið þannig" er ekki gott svar.

Heldur þú virkilega að hjónabönd nútímans séu alveg eins og fyrstu hjónaböndin fyrir þúsundum ára?

Að þú skulir svo bera saman ást milli tveggja fullorðna einstaklinga við það að þvinga dýr í eitthvað með valdi er viðbjóðslegt, þú mátt skammast þín.

Geiri (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 08:40

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sælir og takk fyrir athugasemdirnar. Það er nú reyndar þannig að hjónabandið er kristileg uppfinning sem er ætlað að ramma inn fjölskylduform sem getur búið til börn, lagt nýja einstaklinga til þjóðfélagsins og að því leitinu rökrétt að kirkjan haldi einkaleyfinu og ráði hvernig það er notað.

Ég væri t.d. alveg til í að eiga 3-4 konur en það samræmist víst ekki skilgreiningum kirkjunnar frekar en að samkynhneigðir geti verið hjón þannig að ég verð bara að láta eina duga í einu.

Mér finnst nú samkynhneigðir vera dáldið öfgafullir í afstöðu sinni í þessum málum, í aðra röndina heimta þeir viðurkenningu á að sé í lagi að vera samkynhneigður í eðli sínu, á hinn bóginn heimta þeir að fá að vera gagnkynhneigðir gagnvart lögum. Það er eins og þarna sé einhver minnimáttarkennd í gangi. Ég held að samkynhneigðir verði bara að fara að sætta sig við kynhneigð sína og hætta að vera með sífellt þjóðfélagsuppsteit út af henni.

Jón Pétur Líndal, 20.5.2010 kl. 09:36

5 identicon

Jón Pétur:

Viltu banna öll hjónabönd á Íslandi sem kristin trú samþykkir ekki? Banna borgarleg hjónabönd og hjónabönd úr öðrum trúarbrögðum? Viltu banna rómantísk hjónabönd? Upprunalegu hjónaböndin voru það ekki.

Öfgatrúarliðið verður að sætta sig við það að Biblían er ekki landslög. Það er nóg af löndum þar sem trúarlið fer með völdin ef þú ert eitthvað ósáttur með þetta fyrirkomulag hérna.

Vinsamlegast flettu smá í sögubókum áður en þú kemur með jafn heimskulegt komment eins og að kristin trú hafi einkarétt yfir hjónabandinu. Hjónabandið kom til sögunnar á undan kristinni trú.

Geiri (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 10:36

6 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Sæll Geiri eða hver sem þú ert og takk fyrir athugasemdina. Ég var ekkert að tala um að banna eitt eða neitt. Bara að fara að reglum. Ekki endalaust að breyta þeim til að þjóna öllum dyntum og vitlausum hugmyndum sem skjóta annað slagið upp kollinum. Til hvers að hafa lög og reglur, kristnar eða veraldlegar ef það á alltaf að breyta þeim þegar einhver vill gera eitthvað sem er ekki í samræmi við lögin og reglurnar. Er þá ekki bara einfaldast að sleppa öllum reglum svo menn geti bara haft hlutina alveg eftir eigin höfði og gert það sem þeim dettur í hug?

Og ég get nú ekki skilið þá röksemdafærslu sem þú og margir nota og hljóðar þannig hjá þér "Öfgatrúarliðið verður að sætta sig við það að Biblían er ekki landslög. Það er nóg af löndum þar sem trúarlið fer með völdin ef þú ert eitthvað ósáttur með þetta fyrirkomulag hérna."

Er það ekki þessi öfgatrú sem samkynhneigðir vilja endilega að gifti þá í hjónaband? Eru þeir ekki í öðru orðinu að reyna að fá blessun kirkjunnar og hinu orðinu að gefa skít í skoðanir hennar. Ég skil ekki svona rugl, þetta eru svo miklar öfgar að þetta hlýtur að kallast öfgatrú.

Jón Pétur Líndal, 20.5.2010 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband