Ekki víst að það sé betra að sitja hræddur úti í London.

Ég held það skipti litlu hvort Siggi þorir heim eða ekki. Serious Fraud Office í London er að rannsaka hann líka og víða um heiminn eru kröfuhafar sem hafa tapað á svindlinu. Það má búast við einhverjum kærum og sakamálum út af þessu sem geta orðið til þess að Siggi fái lengri dóma og verri vist í erlendem tukthúsum en hann þarf að óttast hér. Afurðir dómstóla eru fjölbreyttar, ekki síður en fjármálakerfisins. Og aldrei að vita í hverju menn lenda þegar fjárfestar og yfirvöld í mörgum löndum eiga orðið sökótt við svona menn. Þannig að það er nú allt eins líklegt að Siggi sé að tefla sjálfum sér ansi djarft með þessari ákvörðun. Vilji hann komast undan tukthúsvist í Bretlandi sem ekki er ólíklegt að standi honum til boða innan skamms, þá þarf hann að leggja á alvöru flótta, þá tekur hann kannski þann kostinn að flýja í faðm íslenskra yfirvalda.
mbl.is Segir skilyrði sín vera alvanaleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband