Eintómt ráðaleysi og vingulsháttur alla daga. - Eða bara spilling.

Ennþá er ekki fullljóst hvort kosið verður um Icesave þó mánuður sé síðan málinu var vísað í þjóðaratkvæði með ákvörðun forseta landsins.
Þessi blessaða ríkisóstjórn getur ekki einu sinni kveðið upp úr með það hvort af þjóðaratkvæðagreiðslu verður eða hvort frumvarpið verður dregið til baka. Þetta ætti þó ekki að vera erfitt mál að finna út úr. Hvort skyldi nú vera ódýrara og betra, að henda frumvarpinu strax, eða láta fella það í þjóðaratkvæðagreiðslu og henda því svo?

Það er ekki hægt að koma sér saman um eitt eða neitt í þeim kjaftaklúbbi sem þessi ríkisstjórn er. Það er ekki nema von að þeim takist ekki að veita mikla viðspyrnu í alvöru málum þegar svona einfaldir hlutir geta verið í óvissu í heilan mánuð. Þetta algjöra ráðaleysi og vingulsháttur ríkisstjórnarinnar er ótrúlegt og óþolandi á þessum tímum þegar þjóðin þarf á stjórn að halda sem hægt er að treysta á og getur tekið málstað þjóðarinnar í þeim vandræðum sem yfir okkur hanga.

Nei, það er víst þannig að of margir aðstandendur þessarar ríkisstjórnar hafa makað krókinn í góðærinu. Það eru of margir vinir sem má ekki hrekkja, og of margir greiðar að gjalda. Of mikil spilling sem sagt. Sú verndarhendi sem Ingibjörg Sólrún hélt yfir Baugsmönnum í ræðum sínum þegar reynt var að koma þeim fyrir dóm út af meintum viðskiptaglæpum þeirra, sem síðar sönnuðust sumir hverjir, var greinilega ekki nein tilviljun. Þar var varla um að ræða að hún væri af góðsemi einni að verja litlu greyin sem ekki gátu borið hönd fyrir höfuð sér þegar ljótu kallarnir ætluðu að berja á þeim. Nei, þarna virðist hafa verið fullborgaður málaliði þeirra að störum. Fleiri slíkir finnast líklega í Samfylkingunni ef vel er að gáð. Einhver hlutabréfagróði hefur farið í vasa manna sem ekki bera nú með sér að hafa þá viðskiptaþekkingu að hafa vitað að rétti tíminn væri kominn til að selja bréfin. Þar liggja sjálfsagt einhverjir vinargreiðar óuppgerðir, eða ofuppgerðir væri kannski réttara að segja.

Allavega er þessi snilldar tímasetning hlutabréfaviðskiptanna ekki að skila sér í fleiri snilldartöktum þegar kemur að því að leysa vandamál almennings. En hins vegar hefur þessi snilld komið mörgum útrásarmönnunum vel, ennþá allavega. Þeir virðast bara hafa það ansi gott og brosa enn breitt á sama tíma og þeir díla um kjarakaup á sínum gömlu fyrirtækjum. Furðuleg tilviljun þetta allt saman.

Ég verð að hvetja fólk til að láta betur í sér heyra út af þessari spillingu og rugli og ráðaleysi. Og ég hvet menn til að skoða vel kosti þess að taka upp beint lýðræði svo hægt sé að taka fram fyrir hendurnar á þessari óstjórn.
Það er varla hægt að halda því fram að þessi stjórn setji almannahag í fyrirrúm eða hvað?


mbl.is Verður kosið um Icesave?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nei það er ekki hægt að halda því fram og ég geri það ekki og um leið tilbúinn að berjast fyrir réttlæti eins og staðan er höfum við ekkert val!

Sigurður Haraldsson, 10.2.2010 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband